Innlent

Fundinum lokið án árangurs

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ástráður Haraldsson segir að ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur verður.
Ástráður Haraldsson segir að ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur verður. Vísir/Vilhelm

Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður.

„Það varð ekki árangur af samtalinu og það er ekki búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verður boðaður,“ segir Ástráður Harldsson ríkissáttasemjari. 

Fundur í kjaradeilu milli Kennarasambands Íslands, sveitarfélaga og ríkis hófst í morgun en lauk rétt eftir klukkan þrjú.

Fundinum hafi verið slitið vegna „sömu atriða sem málið fjallar um.“ Ástráður hefur áður sagt að ágreiningsmálin snúi aðallega um launalið samnings. 

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi við fréttastofu í gær.

„Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur,“ sagði Magnús Þór.

Hins vegar hefur verið boðaður fundur framhaldsskólakennara og ríkisins klukkan ellefu á miðvikudag.

Ef samningar nást ekki fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×