Körfubolti

Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa?

Aron Guðmundsson skrifar
Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.
Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks. Getty/Ron Jenkins

Félagarnir í þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport héldu áfram að spá í spilin varðandi leikmannaskipti Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers á Luka Doncic og Anthony Davis auk fleiri aukaleikara. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld.

 „Ég heyrði einhverja ræðu um að það væri verið að gleyma Anthony Davis, vanmeta hann all hressilega í þessum skiptum. Fyrir mér snúast þessi leikmannaskipti ekki um Anthony Davis. Þau snúast um Luka Doncic,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður þáttarins og ákvað að koma með samlíkingu máli sínu til stuðnings.

„Luka er glænýr Audi E-tron. Eins árs gamall. Þú tókst hann úr kassanum í fyrra. Anthony Davis er geggjaður amerískur sjö ára jeppi með öllum fídusunum. En hann er samt sjö eða átta ára. Það þarf að fara laga sjálfsskiptinguna, hann eyðir miklu og svona.“

Umræðuna um skiptin sem og fleira tengt öllu því helsta í NBA deildinni í körfubolta má sjá í Lögmál leiksins í kvöld klukkan átta á Stöð 2 Sport 2.

Klippa: Lögmál leiksins: Doncic er Audi E-tron - Davis sjö ára gamall jeppi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×