Það gekk mikið á í október á síðasta ári þegar Gullknötturinn var afhentur en Real Madrid fór þá í mikla fýlu og skrópaði á hófið.
Rodri, miðjumaður Manchester City, fékk Gullknöttinn, Ballon d'Or, en ekki Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid.
Forráðamenn Vinícius Júnior sökuðu þá sem kusu að sýna félaginu ekki virðingu með því að ganga framhjá Brasilíumanninum.
Guardiola segir að það sé enginn kali á milli félaganna þrátt fyrir þetta mál. ESPN segir frá.
„Ég er ánægður fyrir hönd Rodri. Vinícius átti stórkostlegt ár líka. Hann átti Gullknöttinn líka skilið. Þetta var alveg eins og fyrir nokkrum árum þegar [Lionel] Messi og Cristiano [Ronaldo] voru að berjast um þetta,“ sagði Pep Guardiola en bætti svo við:
„Málinu er lokið,“ sagði Guardiola.
Rúben Dias, sem fór á verðlaunahátíðina í París með Rodri, gerði líka lítið úr hugsanlegu ósætti á milli félaganna.
„Ég eyddi ekki einni sekúndu í að velta því fyrir mér hvort þeir hafi sýnt með þessu eitthvað virðingarleysi. Ég var þarna og fagnaði þessu með honum. Ég er mjög glaður fyrir hans hönd. Ég var ekki að hugsa um neitt annað,“ sagði Rúben Dias.