„Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 08:32 LeBron James var með ráð fyrir Luka Doncic fyrir fyrsta leik Slóvenans eftir komuna frá Dallas Mavericks. Getty/Ronald Martinez LeBron James var með ansi skýr skilaboð til Luka Doncic þegar leikmenn LA Lakers hópuðust saman í hring rétt fyrir fyrsta leik Slóvenans magnaða, eftir ein stærstu leikmannaskipti sögunnar í NBA-deildinni í körfubolta. Doncic er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og lék sinn fyrsta leik með Lakers í gær, eftir komuna óvæntu frá Dallas Mavericks, þegar Lakers unnu Utah Jazz á heimavelli, 132-113. Fyrsta leik Doncic hafði verið beðið með eftirvæntingu og sáu forráðamenn Lakers til þess að allir gætu verið í treyjum merktum honum á leiknum. Stjörnurnar voru mættar til að berja Doncic augum og í höllinni í gær mátti meðal annars sjá Adele, Will Ferrell og þá Flea og Chad Smith úr Red Hot Chili Peppers, auk Dallas Mavericks goðsagnarinnar Dirk Nowitzki. Rétt áður en leikurinn í gærkvöld hófst söfnuðust leikmenn Lakers saman þar sem James beindi orðum sínum að Doncic: „Luka, vertu fokking þú sjálfur. Ekki reyna að passa inn í, taktu fokking yfir,“ sagði James í lauslegri þýðingu. "Luka, be your f---ing self. Don't fit in, fit the f--- out."-LeBron to Luka 🗣️ pic.twitter.com/qj8Tbk8M8R— SportsCenter (@SportsCenter) February 11, 2025 Doncic hafði þó, á sinn mælikvarða, frekar hægt um sig og spilaði minna en vanalega eða rúmar 23 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. James var stigahæstur Lakers með 24 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Austin Reaves skoraði 22 stig og Rui Hachimura 21 stig. Þetta var fyrsti leikur Doncic eftir að hann meiddist í kálfa um jólin. Hann þurfti ekkert að spila í fjórða leikhlutanum í gær enda var sigur Lakers öruggur og liðið hefur nú unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Lakers eru í 4. sæti vesturdeildarinnar með 32 sigra og 19 töp NBA Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Doncic er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og lék sinn fyrsta leik með Lakers í gær, eftir komuna óvæntu frá Dallas Mavericks, þegar Lakers unnu Utah Jazz á heimavelli, 132-113. Fyrsta leik Doncic hafði verið beðið með eftirvæntingu og sáu forráðamenn Lakers til þess að allir gætu verið í treyjum merktum honum á leiknum. Stjörnurnar voru mættar til að berja Doncic augum og í höllinni í gær mátti meðal annars sjá Adele, Will Ferrell og þá Flea og Chad Smith úr Red Hot Chili Peppers, auk Dallas Mavericks goðsagnarinnar Dirk Nowitzki. Rétt áður en leikurinn í gærkvöld hófst söfnuðust leikmenn Lakers saman þar sem James beindi orðum sínum að Doncic: „Luka, vertu fokking þú sjálfur. Ekki reyna að passa inn í, taktu fokking yfir,“ sagði James í lauslegri þýðingu. "Luka, be your f---ing self. Don't fit in, fit the f--- out."-LeBron to Luka 🗣️ pic.twitter.com/qj8Tbk8M8R— SportsCenter (@SportsCenter) February 11, 2025 Doncic hafði þó, á sinn mælikvarða, frekar hægt um sig og spilaði minna en vanalega eða rúmar 23 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. James var stigahæstur Lakers með 24 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Austin Reaves skoraði 22 stig og Rui Hachimura 21 stig. Þetta var fyrsti leikur Doncic eftir að hann meiddist í kálfa um jólin. Hann þurfti ekkert að spila í fjórða leikhlutanum í gær enda var sigur Lakers öruggur og liðið hefur nú unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Lakers eru í 4. sæti vesturdeildarinnar með 32 sigra og 19 töp
NBA Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira