Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 20:02 Sampo Kojo, majór í finnska flughernum, sem stýrir loftrýmisgæslunni á Íslandi. Vísir/Einar Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið. Um fimmtíu liðsmenn flugsveitarinnar eru staddir hér á landi og fjórar F/A-18 Hornet orrustuþotur, sem notaðar eru í loftrýmisgæsluna. Flugsveitin hóf gæsluna fyrir um tveimur vikum og verður hér þar til í lok febrúar, þegar hún snýr aftur til Finnlands. Eins og gefur að skilja hefur veðrið sett nokkuð strik í reikninginn. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá okkur. Stormurinn kom í veg fyrir að við gætum flogið æfingaflug en hafði ekki áhrif á NATO-loftrýmisgæslu okkar,“ segir Sampo Kojo, majór, sem stýrir gæslunni. Flugmaðurinn Lasse Louhela segir mikilfenglegt að fljúga yfir Ísland.Vísir/Einar „Landslagið og útsýnið á Íslandi er algerlega einstakt. Útsýni sem þetta sér maður hvergi annars staðar. Þegar við byrjuðum var veðrið ekki svo gott en við gátum flogið í morgun og veðrið var gott að mestu leyti,“ bætir Lasse Louhela flugmaður við. Finnar tóku þátt í varnaræfingu á Íslandi árið 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sinna hér loftrýmisgæslu. Finnski flugherinn notast við fjórar K/A-18 Hornet orrustuþotur við loftrýmisgæsluna.Vísir/Einar „Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla okkar sem NATO-þjóð. Við vorum hér í fyrsta sinn árið 2014 en það var einungis í þjálfunarskyni. Í þetta sinn sýnum við fram á staðfestu Finnlands hvað varðar sameiginlegar varnir og viðfangsefni NATO auk þess auðvitað að tryggja lofthelgi Íslands í fyrsta sinn,“ segir Louhela. Finnar verða á Íslandi í um tvær vikur til viðbótar.Vísir/Einar Þeir segja tímana víðsjárverða og með því að sinna loftrýmisgæslu hér á Íslandi tryggi Finnar aukið öryggi fyrir öll aðildarríki NATO. „Það eru tímamót fyrir okkur að koma hingað í fyrsta sinn og sinna löggæslu á Íslandi. Það er okkur mikils virði að stuðla að öryggi og vernd lofthelgi Íslands og NATO hér á landi. Það er líka liður í okkar vörnum að vera hér á Ísland og tryggja loftrými landsins,“ segir Kojo. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Landhelgisgæslan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Um fimmtíu liðsmenn flugsveitarinnar eru staddir hér á landi og fjórar F/A-18 Hornet orrustuþotur, sem notaðar eru í loftrýmisgæsluna. Flugsveitin hóf gæsluna fyrir um tveimur vikum og verður hér þar til í lok febrúar, þegar hún snýr aftur til Finnlands. Eins og gefur að skilja hefur veðrið sett nokkuð strik í reikninginn. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá okkur. Stormurinn kom í veg fyrir að við gætum flogið æfingaflug en hafði ekki áhrif á NATO-loftrýmisgæslu okkar,“ segir Sampo Kojo, majór, sem stýrir gæslunni. Flugmaðurinn Lasse Louhela segir mikilfenglegt að fljúga yfir Ísland.Vísir/Einar „Landslagið og útsýnið á Íslandi er algerlega einstakt. Útsýni sem þetta sér maður hvergi annars staðar. Þegar við byrjuðum var veðrið ekki svo gott en við gátum flogið í morgun og veðrið var gott að mestu leyti,“ bætir Lasse Louhela flugmaður við. Finnar tóku þátt í varnaræfingu á Íslandi árið 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sinna hér loftrýmisgæslu. Finnski flugherinn notast við fjórar K/A-18 Hornet orrustuþotur við loftrýmisgæsluna.Vísir/Einar „Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla okkar sem NATO-þjóð. Við vorum hér í fyrsta sinn árið 2014 en það var einungis í þjálfunarskyni. Í þetta sinn sýnum við fram á staðfestu Finnlands hvað varðar sameiginlegar varnir og viðfangsefni NATO auk þess auðvitað að tryggja lofthelgi Íslands í fyrsta sinn,“ segir Louhela. Finnar verða á Íslandi í um tvær vikur til viðbótar.Vísir/Einar Þeir segja tímana víðsjárverða og með því að sinna loftrýmisgæslu hér á Íslandi tryggi Finnar aukið öryggi fyrir öll aðildarríki NATO. „Það eru tímamót fyrir okkur að koma hingað í fyrsta sinn og sinna löggæslu á Íslandi. Það er okkur mikils virði að stuðla að öryggi og vernd lofthelgi Íslands og NATO hér á landi. Það er líka liður í okkar vörnum að vera hér á Ísland og tryggja loftrými landsins,“ segir Kojo.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Landhelgisgæslan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira