Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar