Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar