Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 13:30 Frá minningarathöfn í Örebro í gær. EPA/JESSICA GOW Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn 4. febrúar í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Andersson hafði verið atvinnulaus um langt skeið og á þeim tíma mun hann hafa sótt nám í skólanum tvisvar sinnum. Rannsakendur hafa reynt að ná utan um tilefni árásarinnar og er talið að hann hafi valið skólann vegna þess að hann hafi sótt hann áður. SVT hefur eftir Niclas Hallgren, einum yfirmanna lögreglunnar á svæðinu, að það sé eina tengingin sem hafi fundist milli skólans og árásarmannsins. Þó er Andersson talinn hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið. Hann hafði keypt mikið magn skotfæra og sömuleiðis reyksprengjur sem hann notaði við árásina. Það þykir benda til þess að hann hafi skipulagt árásina með fyrirvara. Sjá einnig: Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan hefur einnig veitt frekari upplýsingar um byssurnar sem fundust í skólanum og eina sem fannst heima hjá Andersson. Hann átti tvær haglabyssur og tvo riffla en hann er sagður hafa skotið fleiri en fimmtíu skotum í skólanum. Auk þess fannst mikið magn ónotaðra skotfæra á líki hans, eftir að hann svipti sig lífi. Hvert tilefni árásarinnar var liggur þó ekki enn fyrir. SVT hefur eftir Hallgren að mikilvægt sé að varpa ljósi á tilefnið. Sérstaklega fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í árásinni. „Við munum reyna að verða við því eins og við getum.“ Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn 4. febrúar í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Andersson hafði verið atvinnulaus um langt skeið og á þeim tíma mun hann hafa sótt nám í skólanum tvisvar sinnum. Rannsakendur hafa reynt að ná utan um tilefni árásarinnar og er talið að hann hafi valið skólann vegna þess að hann hafi sótt hann áður. SVT hefur eftir Niclas Hallgren, einum yfirmanna lögreglunnar á svæðinu, að það sé eina tengingin sem hafi fundist milli skólans og árásarmannsins. Þó er Andersson talinn hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið. Hann hafði keypt mikið magn skotfæra og sömuleiðis reyksprengjur sem hann notaði við árásina. Það þykir benda til þess að hann hafi skipulagt árásina með fyrirvara. Sjá einnig: Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan hefur einnig veitt frekari upplýsingar um byssurnar sem fundust í skólanum og eina sem fannst heima hjá Andersson. Hann átti tvær haglabyssur og tvo riffla en hann er sagður hafa skotið fleiri en fimmtíu skotum í skólanum. Auk þess fannst mikið magn ónotaðra skotfæra á líki hans, eftir að hann svipti sig lífi. Hvert tilefni árásarinnar var liggur þó ekki enn fyrir. SVT hefur eftir Hallgren að mikilvægt sé að varpa ljósi á tilefnið. Sérstaklega fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í árásinni. „Við munum reyna að verða við því eins og við getum.“
Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira