„Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2025 15:22 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir helmingslíkur á eldgosi nú. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur að ef það gýs á næstunni á Sundhnúksgígaröðinni verði það líklega eitt síðasta eldgosið þar í bili. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Staðan er nú orðin svipuð og hún var fyrir síðasta eldgos. Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk 9. desember síðastliðinn og hefur nú tæpum tveimur mánuðum síðar safnast um það bil jafn mikið af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi og var fyrir eldgosið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að hægst hafi á landrisinu undanfarið. „Þetta er farið að fletjast mjög mikið út samkvæmt þessum GPS mælum sem eru á svæðinu þá er farið að draga mjög mikið úr risinu.“ Rúmt ár er síðan fyrst gaus á Sundhnjúksgígaröðinni. Ef það gýs nú verður það áttunda eldgosið á rúmu ári.Vísir/Vilhelm Ekki er víst að jarðskjálftavirkni verði mikil fyrir næsta eldgos og því gæti gosið með skömmum fyrirvara. „Við erum að brjóta þarna upp flekamót og þessu fylgir mikil átök og skjálftar og í byrjun erum við með mikið af skjálftum og góðan fyrirvara, nokkurra klukkutíma fyrirvara, en sú þróun hefur eitthvað aðeins breyst og var öðruvísi í síðasta gosi. Þá komu engir skjálftar eða sáust litlir skjálftar fyrr en þegar gosið var eiginlega byrjað og það er auðvitað óþægilegt.“ Þrýstimælarnir í Svartsengi hafi þó yfirleitt sýnt að kvika sé sé á leiðinni upp hálftíma til klukkustund áður en hún kemur á yfirborðið. Hann telur ekki fullvíst að atburðarásin síðustu vikur endi með eldgosi þar sem landrisið nú sé aðeins öðruvísi en áður. „Svona helmingslíkur eða eitthvað svoleiðis að það gerist.“ Þá telur hann að líða fari að lokum eldgosahrinunnar í Sundhnúksgígum og ef það gýs nú gæti það orðið eitt síðasta gosið þar í bili. „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk 9. desember síðastliðinn og hefur nú tæpum tveimur mánuðum síðar safnast um það bil jafn mikið af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi og var fyrir eldgosið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að hægst hafi á landrisinu undanfarið. „Þetta er farið að fletjast mjög mikið út samkvæmt þessum GPS mælum sem eru á svæðinu þá er farið að draga mjög mikið úr risinu.“ Rúmt ár er síðan fyrst gaus á Sundhnjúksgígaröðinni. Ef það gýs nú verður það áttunda eldgosið á rúmu ári.Vísir/Vilhelm Ekki er víst að jarðskjálftavirkni verði mikil fyrir næsta eldgos og því gæti gosið með skömmum fyrirvara. „Við erum að brjóta þarna upp flekamót og þessu fylgir mikil átök og skjálftar og í byrjun erum við með mikið af skjálftum og góðan fyrirvara, nokkurra klukkutíma fyrirvara, en sú þróun hefur eitthvað aðeins breyst og var öðruvísi í síðasta gosi. Þá komu engir skjálftar eða sáust litlir skjálftar fyrr en þegar gosið var eiginlega byrjað og það er auðvitað óþægilegt.“ Þrýstimælarnir í Svartsengi hafi þó yfirleitt sýnt að kvika sé sé á leiðinni upp hálftíma til klukkustund áður en hún kemur á yfirborðið. Hann telur ekki fullvíst að atburðarásin síðustu vikur endi með eldgosi þar sem landrisið nú sé aðeins öðruvísi en áður. „Svona helmingslíkur eða eitthvað svoleiðis að það gerist.“ Þá telur hann að líða fari að lokum eldgosahrinunnar í Sundhnúksgígum og ef það gýs nú gæti það orðið eitt síðasta gosið þar í bili. „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira