Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 09:30 John Eustace er hættur hjá Blackburn til að taka við Derby. Getty/Rob Newell Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Blackburn lýsa yfir vonbrigðum með þá ákvörðun knattspyrnustjórans John Eustace að yfirgefa félagið. Hann tók tilboði Derby sem er sextán sætum neðar en Blackburn í ensku B-deildinni. Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32