Innlent

Sak­sóknari hefði þurft að geta í eyðurnar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári.
Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm

Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur með nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða.

Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama.

Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst.

Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka.

En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað.

Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti.

„Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðriframgöngu ákærða erhætt við aðákærandi hefði veriðsettur í þá stöðuað þurfa umof að getaí eyðurnar ogsetja fram tilgáturum hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar.

Jafnframt segir að þessi lýsing sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. 

Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr.

Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinri fjórir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×