Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:30 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira