Tími Aaron Rodgers hjá Jets á enda: Óska honum góðs gengis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 18:03 Aaron Rodgers náði ekki að leiða lið New York Jets til alvöru árangurs á þessum tveimur árum og vera hans þar voru mikil vonbrigði að mati flestra. Getty/Luke Hales Aaron Rodgers spilar ekki áfram með New York Jets í NFL-deildinni. Félagið tilkynnti leikmanninum það að félagið óskaði ekki eftir þjónustu hans á næstu leiktíð. „Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira
„Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira