Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax Árni Stefán Árnason skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar