Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:03 Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna. Skortur á fjárfestingu í innviðum er alvarlegt mál. Slíkt getur hamlað framtíðarvexti einstaka landshluta verulega, , dregið úr lífsgæðum, öryggi og samkeppnishæfni. Grafalvarleg staða á Vesturlandi Í vikunni lýsti Vegagerðin yfir hættustigi vegna bikblæðinga í vegum á Snæfellsnesi og í Dölum. Ekki í fyrsta skipti. Enda hefur ástandið á þeim verið gjörsamlega óboðlegt síðastliðin ár. Ég sendi fyrirspurn til innviðaráðherra um vegakerfi og vegaframkvæmdir á Vesturlandi í apríl í fyrra vegna einmitt ástandsins á téðum vegum. Þrátt fyrir pólitískan þrýsting og umræðu þá – létu stjórnvöld það nægja að plástra vandann í stað þess að laga hann. Í þeirri Samgönguáætlun sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram í fyrra vor en tókst ekki að afgreiða fram voru áætlaðar 700 milljónir á Vesturlandi af þeim 44 milljörðum sem áformað var að verja í samgöngur á landinu öllu. Það voru köld skilaboð til Vestlendinga. Ég er með í bígerð nýja fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem ég spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Síðastliðna daga hef ég fengið sendar ótal myndir frá íbúum á svæðinu þar sem hálfur vegurinn virðist vera fastur við dekkin á bílnum þeirra. Grundarfjarðarbær hefur meðal annars safnað saman myndum af ástandinu sem segja meira en þúsund orð. Bæjarstjórnir hafa sent frá sér harðorðaðar ályktanir um það hættuástand sem nú ríkir á vegunum. Ekki í fyrsta sinn en vonandi í það síðasta. Ástandið hefur líklega aldrei verið verra, vegfaraendur hafa lent í miklum hremmingum enda í stórhættulegum aðstæðum. Mál að linni Það er alvitað að það kostar meira til lengri tíma að ýta á undan sér nauðsynlegu viðhaldi. Engin myglublettur hverfur með því að mála yfir hann.. Stíga þarf fast til jarðar og rjúfa þá kyrrstöðu og það andvaraleysi sem ríkt hefur í uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega landsins. Nú þegar búa íbúar Vesturlands við hættulega vegi og staðan getur enn versnað.. Við megum ekki við því að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú er nauðsynlegt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að saxa á innviðaskuldina og koma lífæðum landsins, sjálfu vegakerfinu í ásættanlegt horf. Ástandið er aðför að verðmætasköpun í landinu, aðför að íbúum svæðanna og aðför að frelsi þeirra til athafna og jöfnum tækifærum. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa – láta verkin tala. Ný ríkisstjórn hefur sett uppbyggingu innviða á oddinn. Ég mun sem þingmaður Norðvesturkjördæmis halda henni vel við efnið hvað þetta varðar. Það er skömm að því hvernig málin standa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Vegagerð Viðreisn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna. Skortur á fjárfestingu í innviðum er alvarlegt mál. Slíkt getur hamlað framtíðarvexti einstaka landshluta verulega, , dregið úr lífsgæðum, öryggi og samkeppnishæfni. Grafalvarleg staða á Vesturlandi Í vikunni lýsti Vegagerðin yfir hættustigi vegna bikblæðinga í vegum á Snæfellsnesi og í Dölum. Ekki í fyrsta skipti. Enda hefur ástandið á þeim verið gjörsamlega óboðlegt síðastliðin ár. Ég sendi fyrirspurn til innviðaráðherra um vegakerfi og vegaframkvæmdir á Vesturlandi í apríl í fyrra vegna einmitt ástandsins á téðum vegum. Þrátt fyrir pólitískan þrýsting og umræðu þá – létu stjórnvöld það nægja að plástra vandann í stað þess að laga hann. Í þeirri Samgönguáætlun sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram í fyrra vor en tókst ekki að afgreiða fram voru áætlaðar 700 milljónir á Vesturlandi af þeim 44 milljörðum sem áformað var að verja í samgöngur á landinu öllu. Það voru köld skilaboð til Vestlendinga. Ég er með í bígerð nýja fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem ég spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Síðastliðna daga hef ég fengið sendar ótal myndir frá íbúum á svæðinu þar sem hálfur vegurinn virðist vera fastur við dekkin á bílnum þeirra. Grundarfjarðarbær hefur meðal annars safnað saman myndum af ástandinu sem segja meira en þúsund orð. Bæjarstjórnir hafa sent frá sér harðorðaðar ályktanir um það hættuástand sem nú ríkir á vegunum. Ekki í fyrsta sinn en vonandi í það síðasta. Ástandið hefur líklega aldrei verið verra, vegfaraendur hafa lent í miklum hremmingum enda í stórhættulegum aðstæðum. Mál að linni Það er alvitað að það kostar meira til lengri tíma að ýta á undan sér nauðsynlegu viðhaldi. Engin myglublettur hverfur með því að mála yfir hann.. Stíga þarf fast til jarðar og rjúfa þá kyrrstöðu og það andvaraleysi sem ríkt hefur í uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega landsins. Nú þegar búa íbúar Vesturlands við hættulega vegi og staðan getur enn versnað.. Við megum ekki við því að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú er nauðsynlegt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að saxa á innviðaskuldina og koma lífæðum landsins, sjálfu vegakerfinu í ásættanlegt horf. Ástandið er aðför að verðmætasköpun í landinu, aðför að íbúum svæðanna og aðför að frelsi þeirra til athafna og jöfnum tækifærum. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa – láta verkin tala. Ný ríkisstjórn hefur sett uppbyggingu innviða á oddinn. Ég mun sem þingmaður Norðvesturkjördæmis halda henni vel við efnið hvað þetta varðar. Það er skömm að því hvernig málin standa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun