„Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. febrúar 2025 21:47 Borche Illievski velti því fyrir sér hvers vegna ÍR virðist spila verr á heimavelli en útivelli. Vísir/Anton Brink „Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla. „Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira