Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 15. febrúar 2025 09:02 Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun