Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 15. febrúar 2025 09:02 Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun