Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:55 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins. Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins.
Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira