Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 17:20 Dagný kom inn af bekknum. Paul Harding/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir kom inn í blálokin á mikilvægum 3-1 sigri West Ham United á Brighton & Hove Albion í efstu deild enska fótboltans í dag. Hlín Eiríksdóttir spilaði þá rúmlega klukkustund í 3-0 sigri Leicester City á Aston Villa. Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira