„Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 19:30 Rúben Amorim og Manchester United eru 12 stigum frá fallsæti. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY „Þeir skoruðu en ekki við. Það var munurinn á leiknum í dag,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira