VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 08:02 Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur. Frá því að ég tók við embætti formanns VR hefur nokkur hópur eldra félagsfólks komið að máli við mig og lýst ýmsum áhyggjum sem varða þann hóp. Ljóst er að þegar fólk nálgast eftirlaunaaldur fylgja því áhyggjur sem við sem yngri erum þekkjum ekki á eigin skinni. Þar stendur afkomuótti upp úr. Fólk hikar við að skipta um starfsvettvang eftir sextugt, óttast að missa vinnuna og kvíðir tekjuskerðingu lífeyrisáranna. Í almennri umræðu er of lítið fjallað um hag og kjör þeirra sem eldri eru og umræðan er auk þess oft einsleit. En eldra fólk er fjölbreyttur hópur. Ekki einasta nær þessi merkimiði yfir langt æviskeið, eða allt frá sextugu og upp úr, heldur kemur eldra fólk úr ólíkum samfélagshópum og býr misvel hvað varðar tekjur, eignir og afkomu. Það er því augljóst að mismunandi og ólíkar áskoranir blasa við hópnum. Ein þeirra er húsnæðismál, en húsnæðismál eldri borgara eru sjaldan til umræðu, þótt ljóst sé að húsnæðisþarfir fólks breytist þegar aldurinn færist yfir. Landflótti eldri borgara Dvölin í sólarparadís suðurlanda getur verið kærkomin eftir stranga starfsævi, en hún kemur ekki alltaf til af góðu. Sumt eldra fólk flýr einfaldlega land og segja skilið við börn og barnabörn vegna þess að eftirlaunin duga ekki til sæmandi framfærslu. Og jafnvel þau sem eiga ágætan lífeyrissjóð þurfa að venjast breyttum högum þegar tekjur þeirra minnka umtalsvert. Eldra fólk er nefnilega „alls konar“, vel stætt og illa stætt, áhugasamt um golf og áhugalaust um golf! Við vitum að margt eldra fólk, hvort sem það er enn á vinnumarkaði eða ekki, sinnir félagslegum þjónustustörfum, t.a.m. þegar kemur að umönnun barna og aldraðra foreldra. Ófullnægjandi velferðarþjónusta kemur niður á þessum hópi sem tekur á sig auknar byrðar og þar með geta stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, lýst sig stikkfrí. Niðurskurður á grunnsviðum samfélagsins lendir því oftar en ekki af fullum þunga á þessum aldurshópi. Af þessu er einnig ljóst að áskoranir eins aldurshóps verða auðveldlega að viðfangsefnum annars. Öldungaráð VR VR hefur haldið umræðu um hagsmuni eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega á lofti og meðal annars staðið fyrir góðum námskeiðum fyrir félagsfólk sem er að nálgast starfslok. Innan VR starfar einnig sérstakt Öldungaráð sem beitir sér á ýmsan hátt í stefnumótun og hagsmunabaráttu félagsfólks sem er eldra en 60 ára. Sem stærsta félag launafólks í landinu er eðlilegt að VR gegni ákveðnu forystuhlutverki í baráttu fyrir hagsmunum þeirra sem nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri. Þegar kemur að því að gæta hagsmuna ólíkra kynslóða er mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk og eldra fólk er ekki í eðli sínu ólíkt, heldur eru þetta við sjálf á mismunandi ævistigum. Það er því óþarft að líta á hagsmunagæslu fyrir einn hóp sem andstæða öðrum, heldur snýst þetta um að við höfum mismunandi þarfir á ólíkum æviskeiðum. Stefnumótun VR þarf að taka mið af því. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur. Frá því að ég tók við embætti formanns VR hefur nokkur hópur eldra félagsfólks komið að máli við mig og lýst ýmsum áhyggjum sem varða þann hóp. Ljóst er að þegar fólk nálgast eftirlaunaaldur fylgja því áhyggjur sem við sem yngri erum þekkjum ekki á eigin skinni. Þar stendur afkomuótti upp úr. Fólk hikar við að skipta um starfsvettvang eftir sextugt, óttast að missa vinnuna og kvíðir tekjuskerðingu lífeyrisáranna. Í almennri umræðu er of lítið fjallað um hag og kjör þeirra sem eldri eru og umræðan er auk þess oft einsleit. En eldra fólk er fjölbreyttur hópur. Ekki einasta nær þessi merkimiði yfir langt æviskeið, eða allt frá sextugu og upp úr, heldur kemur eldra fólk úr ólíkum samfélagshópum og býr misvel hvað varðar tekjur, eignir og afkomu. Það er því augljóst að mismunandi og ólíkar áskoranir blasa við hópnum. Ein þeirra er húsnæðismál, en húsnæðismál eldri borgara eru sjaldan til umræðu, þótt ljóst sé að húsnæðisþarfir fólks breytist þegar aldurinn færist yfir. Landflótti eldri borgara Dvölin í sólarparadís suðurlanda getur verið kærkomin eftir stranga starfsævi, en hún kemur ekki alltaf til af góðu. Sumt eldra fólk flýr einfaldlega land og segja skilið við börn og barnabörn vegna þess að eftirlaunin duga ekki til sæmandi framfærslu. Og jafnvel þau sem eiga ágætan lífeyrissjóð þurfa að venjast breyttum högum þegar tekjur þeirra minnka umtalsvert. Eldra fólk er nefnilega „alls konar“, vel stætt og illa stætt, áhugasamt um golf og áhugalaust um golf! Við vitum að margt eldra fólk, hvort sem það er enn á vinnumarkaði eða ekki, sinnir félagslegum þjónustustörfum, t.a.m. þegar kemur að umönnun barna og aldraðra foreldra. Ófullnægjandi velferðarþjónusta kemur niður á þessum hópi sem tekur á sig auknar byrðar og þar með geta stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, lýst sig stikkfrí. Niðurskurður á grunnsviðum samfélagsins lendir því oftar en ekki af fullum þunga á þessum aldurshópi. Af þessu er einnig ljóst að áskoranir eins aldurshóps verða auðveldlega að viðfangsefnum annars. Öldungaráð VR VR hefur haldið umræðu um hagsmuni eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega á lofti og meðal annars staðið fyrir góðum námskeiðum fyrir félagsfólk sem er að nálgast starfslok. Innan VR starfar einnig sérstakt Öldungaráð sem beitir sér á ýmsan hátt í stefnumótun og hagsmunabaráttu félagsfólks sem er eldra en 60 ára. Sem stærsta félag launafólks í landinu er eðlilegt að VR gegni ákveðnu forystuhlutverki í baráttu fyrir hagsmunum þeirra sem nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri. Þegar kemur að því að gæta hagsmuna ólíkra kynslóða er mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk og eldra fólk er ekki í eðli sínu ólíkt, heldur eru þetta við sjálf á mismunandi ævistigum. Það er því óþarft að líta á hagsmunagæslu fyrir einn hóp sem andstæða öðrum, heldur snýst þetta um að við höfum mismunandi þarfir á ólíkum æviskeiðum. Stefnumótun VR þarf að taka mið af því. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun