Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. febrúar 2025 18:01 Þór Þorlákshöfn er sem stendur ekki í úrslitakeppnissæti. Þjálfari liðsins kallar eftir því að íslensku leikmennirnir stígi meira upp. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er. „Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp? Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
„Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp?
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira