Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. febrúar 2025 19:09 Albert Jónsson segir vendingar í alþjóðamálunum ekki koma til með að hafa áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu. NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Sjá meira
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu.
NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Sjá meira