Lífið

Frétta­stjóri Heimildarinnar orðin móðir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragnhildur starfar sem fréttastjóri hjá Heimildinni.
Ragnhildur starfar sem fréttastjóri hjá Heimildinni.

Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri Heimildarinnar, og unnustinn hennar Sigurður Páll Guttormsson, þáttastjórnandi Hvítþvottar, hlaðvarps um peningaþvætti, og sérfræðingur í vörnum gegn peningaþvætti, eru orðin foreldrar. 

Ragnhildur hóf störf hjá Heimildinni árið 2023 og tók við sem fréttastjóri í september síðastliðnum. Hún lauk meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskóla vorið 2023, þar sem áhersla var lögð á rannsóknarblaðamennsku, fréttaskrif og hljóðvinnslu.

Lítill „fermingardrengur“

Parið deilir gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum ásamt mynd af litla drengnum, sem er jafnframt þeirra fyrsta barn saman.

„Þetta er ekki nýburi, þetta er fermingardrengur!” sagði læknirinn áður en hann klippti á tunguhaft drengsins okkar Spalla sem kom í heiminn 12 dögum á eftir áætlun um síðustu helgi, 17 merkur og með stóra Egilsstaðahöfuðið á herðum sér.

Nú snýst lífið um mjólkurþamb og karrýgular hægðir og það er bara frekar fínt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.