Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 14:30 Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun