Þá hefur heldur ekki verið boðað til formlegs fundar samninganefnda sveitarfélaga og leik- og grunnskólakennara frá því að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra fyrir um tíu dögum.
„Við erum á nákvæmlega sama stað og áður,“ segir Ástráður.
Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á föstudag verði ekki samið í kjaradeilunni. Þá hefur einnig verið boðað til verkfalla í leikskólum Kópavogs og öllum grunnskólum Hveragerðis, Akraness og Ölfuss í mars. Ótímabundið verkfall stendur yfir í Leikskóla Snæfellsbæjar en það hófst 1. febrúar síðastliðinn.