Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2025 15:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er nú á fundarferð um landið og var hætt komin þegar hún var stödd á þorrablóti þar sem upp kom matareitrun. En hún virðist hafa sloppið steinsmuguna sem alla jafna fylgir slíkum veikindum. vísir/vilhelm Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu. Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal var í þorrablótsnefndinni og hann segist við góða heilsu: „Ég þurfti ekkert að jafna mig. Borðaði bara íslenskan súrmat og er aldrei betri í maganum en nú.“ Hraust svín þolir allt, eins og segir í Góða dátanum? „Jájá,“ segir Sigvaldi og kímir. „En maturinn var fenginn að og þegar við fórum að fá grunsemdir um að það hafi hugsanlega komið upp matareitrun, sem var í hádeginu næsta dag. Þá kölluðum við til heilbrigðiseftirlitið.“ Eins og Vísir hefur sagt af er Heilbrigðiseftirlit Austurlands nú með sýnin til skoðunar og kemur varla út úr því fyrr en seinna í vikunni. Þar kemur einnig fram að þetta hafi verið kröftugt kveisa en tók skjótt af. Um 260 sóttu blótið en um 30 hafa verið staðfestir smitaðir. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára Guðmundsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í samtali við Vísi. Sigvaldi H. Ragnarsson er í þorrablótsnefndinni og hann styður Guðrúnu í formannsslagnum.aðsend Vísir hefur reynt að ná tali af Guðrúnu Hafsteinsdóttur frambjóðanda en án árangurs. Sigvaldi staðfestir hins vegar að Guðrún hafi verið á blótinu. „Jújú, hún var þarna stödd. Ég mætti á fund hjá henni klukkan 11 daginn eftir. Hún var á þeim fundi og hélt svo áfram sinni fundarferð. Og bar mikið lof á þorrablótið. Þannig að hún var uppistandandi.“ Sigvalda þykir sú samsæriskenning kostuleg, að mótframbjóðandi hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi haft eitthvað með eitrunina að gera, en sú kenning hefur flogið fyrir í flimtingum manna á milli. „Nei, það held ég að fái ekki staðist. Þær voru reyndar saman á fundi fyrr um daginn en þá fór vel á með þeim. Enda bera þær lof hvor á aðra. Ég held að það sé meiri hasar í baklöndum,“ segir Sigvaldi. Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Þorrablót Matarást Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal var í þorrablótsnefndinni og hann segist við góða heilsu: „Ég þurfti ekkert að jafna mig. Borðaði bara íslenskan súrmat og er aldrei betri í maganum en nú.“ Hraust svín þolir allt, eins og segir í Góða dátanum? „Jájá,“ segir Sigvaldi og kímir. „En maturinn var fenginn að og þegar við fórum að fá grunsemdir um að það hafi hugsanlega komið upp matareitrun, sem var í hádeginu næsta dag. Þá kölluðum við til heilbrigðiseftirlitið.“ Eins og Vísir hefur sagt af er Heilbrigðiseftirlit Austurlands nú með sýnin til skoðunar og kemur varla út úr því fyrr en seinna í vikunni. Þar kemur einnig fram að þetta hafi verið kröftugt kveisa en tók skjótt af. Um 260 sóttu blótið en um 30 hafa verið staðfestir smitaðir. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára Guðmundsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í samtali við Vísi. Sigvaldi H. Ragnarsson er í þorrablótsnefndinni og hann styður Guðrúnu í formannsslagnum.aðsend Vísir hefur reynt að ná tali af Guðrúnu Hafsteinsdóttur frambjóðanda en án árangurs. Sigvaldi staðfestir hins vegar að Guðrún hafi verið á blótinu. „Jújú, hún var þarna stödd. Ég mætti á fund hjá henni klukkan 11 daginn eftir. Hún var á þeim fundi og hélt svo áfram sinni fundarferð. Og bar mikið lof á þorrablótið. Þannig að hún var uppistandandi.“ Sigvalda þykir sú samsæriskenning kostuleg, að mótframbjóðandi hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi haft eitthvað með eitrunina að gera, en sú kenning hefur flogið fyrir í flimtingum manna á milli. „Nei, það held ég að fái ekki staðist. Þær voru reyndar saman á fundi fyrr um daginn en þá fór vel á með þeim. Enda bera þær lof hvor á aðra. Ég held að það sé meiri hasar í baklöndum,“ segir Sigvaldi.
Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Þorrablót Matarást Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00
Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29