Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2025 06:50 Trump sagðist ánægður með hugmyndir um friðargæsluliða frá Bretlandi og Frakklandi en Rússar hafa alfarið hafnað henni. Getty/Joe Raedle Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira