ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 19:45 Alþýðusambandið segir ræstingafyrirtæki níðast á þeim hópi launafólks sem sé í erfiðustu stöðu hér á landi. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks. Það krefst þess að ræstingafyrirtæki greiði starfsmönnum sínum í samræmi við gerðakjarasamninga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í kvöld. Þar segir að stéttarfélög víðsvegar um land hafi borist fregnir af því síðasta haust að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um tuttugu prósent. Á næstu misserum hafi fréttir borist af því að fleiri fyrirtæki væru tekin upp á því sama. Aðgerðir SA dapurlegar Við gerð kjarasamninga Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu og Samtaka atvinnulífsins, var samið um að bæta launakjör ræstingafólks. Þau fengju aukna hækkun um tvo launaflokka auk mánaðarlegs ræstingaauka sem nam 11,9 prósentum að lokinni gildistöku. „Eins og margoft hefur komið fram, er það skýr afstaða ASÍ, SGS og Eflingar að sú launalækkun sem deilt er um hér, er ekki lækkun launa umfram lágmarkstaxta heldur eins og rakið hefur verið, lækkun kjarasamningsbundinna launa. Dapurlegt er því að horfa upp á Samtök atvinnulífsins samþykkja og styðja við þá ákvörðun stjórnenda fyrirtækjanna að lækka laun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri,“ segir í tilkynningu Alþýðusambandsins. Fram kemur að Dagar hf. hafi ráðið starfsfólk sitt í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu. Hún gengur út á það að starfsmaður fái greitt fyrir ákveðin verkefni út frá áætluðum tímafjölda. Verkefnið sé þannig mælt upp og heildartíminn ákvarðaður sem slíkt verkefni muni taka. Almennur hraði miðast við 100 í vinnutakt. „Eftir kjarasamningsgerð vorið 2024 var starfsfólki í tímamældri ákvæðisvinnu gert að taka á sig launalækkun sem nemur þeim 20% sem voru tilkomin vegna ákvæðisvinnunnar. Starfsfólki er tjáð að það hafi notið yfirborgunar þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi verið gefið til kynna enda var starfsfólk ráðið með skýrum hætti í ákvæðisvinnu og í engu var slakað á kröfum um vinnuhraða, þvert á móti. Þá liggur fyrir að vinnufyrirkomulagi var ekki breytt eftir að launakjörum hafði verið breytt,“ segir í tilkynningunni. Útvistunarvegferð komin í óefni Þar segir jafnframt að útvistunarvegferð hafi hafist upp úr aldamótum og að hún sé komin á algjört óefni. „Ríki og sveitarfélög hafa veitt útvistun starfa einbeitta forystu. Tilefnið er jafnan hið sama: krafa um sparnað í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Og hvar er valið að knýja fram sparnaðinn? Jú, í röðum kvenna sem lægst hafa launin og vinna erfiðustu störfin!“ segir í tilkynningu ASÍ. „Langstærsti hluti launakrafna stéttarfélaga vegna vangreiddra launa er fyrir hönd innflytjenda og verður ekki annað ályktað en margir atvinnurekendur telji sjálfsagt að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart þessu aðflutta launafólki. Með ólíkindum er að ríki og sveitarfélög hafi forystu um að búa í haginn fyrir slíka misneytingu.“ Alþýðusambandið segist fordæma framgöngu Daga og annarra fyrirtækja sem ákveðið hafa að auka enn hagnað sinn með því að „níðast á þeim hópum launafólks sem fullyrða má að eru í erfiðustu stöðu hér á landi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 ASÍ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í kvöld. Þar segir að stéttarfélög víðsvegar um land hafi borist fregnir af því síðasta haust að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um tuttugu prósent. Á næstu misserum hafi fréttir borist af því að fleiri fyrirtæki væru tekin upp á því sama. Aðgerðir SA dapurlegar Við gerð kjarasamninga Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu og Samtaka atvinnulífsins, var samið um að bæta launakjör ræstingafólks. Þau fengju aukna hækkun um tvo launaflokka auk mánaðarlegs ræstingaauka sem nam 11,9 prósentum að lokinni gildistöku. „Eins og margoft hefur komið fram, er það skýr afstaða ASÍ, SGS og Eflingar að sú launalækkun sem deilt er um hér, er ekki lækkun launa umfram lágmarkstaxta heldur eins og rakið hefur verið, lækkun kjarasamningsbundinna launa. Dapurlegt er því að horfa upp á Samtök atvinnulífsins samþykkja og styðja við þá ákvörðun stjórnenda fyrirtækjanna að lækka laun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri,“ segir í tilkynningu Alþýðusambandsins. Fram kemur að Dagar hf. hafi ráðið starfsfólk sitt í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu. Hún gengur út á það að starfsmaður fái greitt fyrir ákveðin verkefni út frá áætluðum tímafjölda. Verkefnið sé þannig mælt upp og heildartíminn ákvarðaður sem slíkt verkefni muni taka. Almennur hraði miðast við 100 í vinnutakt. „Eftir kjarasamningsgerð vorið 2024 var starfsfólki í tímamældri ákvæðisvinnu gert að taka á sig launalækkun sem nemur þeim 20% sem voru tilkomin vegna ákvæðisvinnunnar. Starfsfólki er tjáð að það hafi notið yfirborgunar þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi verið gefið til kynna enda var starfsfólk ráðið með skýrum hætti í ákvæðisvinnu og í engu var slakað á kröfum um vinnuhraða, þvert á móti. Þá liggur fyrir að vinnufyrirkomulagi var ekki breytt eftir að launakjörum hafði verið breytt,“ segir í tilkynningunni. Útvistunarvegferð komin í óefni Þar segir jafnframt að útvistunarvegferð hafi hafist upp úr aldamótum og að hún sé komin á algjört óefni. „Ríki og sveitarfélög hafa veitt útvistun starfa einbeitta forystu. Tilefnið er jafnan hið sama: krafa um sparnað í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Og hvar er valið að knýja fram sparnaðinn? Jú, í röðum kvenna sem lægst hafa launin og vinna erfiðustu störfin!“ segir í tilkynningu ASÍ. „Langstærsti hluti launakrafna stéttarfélaga vegna vangreiddra launa er fyrir hönd innflytjenda og verður ekki annað ályktað en margir atvinnurekendur telji sjálfsagt að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart þessu aðflutta launafólki. Með ólíkindum er að ríki og sveitarfélög hafi forystu um að búa í haginn fyrir slíka misneytingu.“ Alþýðusambandið segist fordæma framgöngu Daga og annarra fyrirtækja sem ákveðið hafa að auka enn hagnað sinn með því að „níðast á þeim hópum launafólks sem fullyrða má að eru í erfiðustu stöðu hér á landi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 ASÍ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira