Lífið

María og Ingi­leif gjör­breyttu 150 fer­metra parhúsi í Vestur­bænum fyrir fimm milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
María Rut settist á þing á dögunum og var því fagnað á heimilinu.
María Rut settist á þing á dögunum og var því fagnað á heimilinu. Mynd/Facebook

Hjónin María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarkona Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fjárfestu í fallegu tæplega hundrað ára parhúsi við Hringbraut árið 2022.

Ákveðið var að ráðast í framkvæmdir og fékk Sindri Sindrason að fylgjast með í þáttunum Heimsókn og var sýnt frá því öllu saman á Stöð 2 í gærkvöldi. Þegar Sindri hitti þær voru aðeins nokkrar vikur eftir af árinu en markmiðið var að borða jólamatinn 2022 á nýja staðnum. Og það tókst, þrátt fyrir að Sindri hafi heldur betur ekki verið bjartsýnn fyrir þeim plönum.

Um er að ræða parhús á þremur hæðum. Sextán ára drengur í kjallaranum og þær tvær ásamt tveimur yngri börnum fyrir ofan. 

En þrátt fyrir umtalsverðar framkvæmdir fóru þær ekki yfir kostnaðaráætlun en hún var fimm milljónir. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Heimsókn en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum.

Klippa: María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.