Refsing Dagbjartar þyngd verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 20. febrúar 2025 15:12 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september 2023. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist. Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist.
Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira