Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 15:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira