Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 20. febrúar 2025 16:57 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm. Í fyrra málinu var maðurinn ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku, sem þá var þrettán ára, í febrúar 2022. Honum var gefið að sök að hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðung, og hafa samræði og önnur kynferðismök við hana. Stúlkan mun hafa sent manninum vinabeiðni á Snapchat. Þar spurði maðurinn hvort stúlkan væri til í að veita honum munnmök. Málin munu síðan hafa þróast með þeim hætti að þau hafi hist á heimili mannsins, í bílskúr í Reykjavík. Þar hafi atburðirnir sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Önnur niðurstaða í héraði Það var niðurstaða Héraðsdóms að ekki hafi verið um nauðgun að ræða. Það væri vegna þess að maðurinn hefði ekki beitt stúlkuna nauðung við samfarir þeirra. Landsréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu. Óhjákvæmilegt væri að leggja til grundvallar að maðurinn hefði nýtt sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar þeirra, og vegna þess að hún hefði verið ein með honum fjarri öðrum. Því hafi maðurinn beitt hana ólögmætri nauðung eftir allt saman, og hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Áreitti dóttur kærustu sinnar Í hinu málinu var maðurinn ákærður fyrir að áreita dóttur kærustu sinnar á heimili hennar og í bíl hans árið 2022. Honum var gefið að sök að þukla að minnsta kosti fjórum sinnum á brjóstum hennar og reyna tvisvar að færa hönd að kynfærum hennar og rassskella hana og segja henni að hún væri með flottan rass. Héraðsdómur sakfelldi hann fyrir það, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Fjallað var nánar um það mál þegar fjallað var um niðurstöðu málsins í héraði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Í fyrra málinu var maðurinn ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku, sem þá var þrettán ára, í febrúar 2022. Honum var gefið að sök að hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðung, og hafa samræði og önnur kynferðismök við hana. Stúlkan mun hafa sent manninum vinabeiðni á Snapchat. Þar spurði maðurinn hvort stúlkan væri til í að veita honum munnmök. Málin munu síðan hafa þróast með þeim hætti að þau hafi hist á heimili mannsins, í bílskúr í Reykjavík. Þar hafi atburðirnir sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Önnur niðurstaða í héraði Það var niðurstaða Héraðsdóms að ekki hafi verið um nauðgun að ræða. Það væri vegna þess að maðurinn hefði ekki beitt stúlkuna nauðung við samfarir þeirra. Landsréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu. Óhjákvæmilegt væri að leggja til grundvallar að maðurinn hefði nýtt sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar þeirra, og vegna þess að hún hefði verið ein með honum fjarri öðrum. Því hafi maðurinn beitt hana ólögmætri nauðung eftir allt saman, og hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Áreitti dóttur kærustu sinnar Í hinu málinu var maðurinn ákærður fyrir að áreita dóttur kærustu sinnar á heimili hennar og í bíl hans árið 2022. Honum var gefið að sök að þukla að minnsta kosti fjórum sinnum á brjóstum hennar og reyna tvisvar að færa hönd að kynfærum hennar og rassskella hana og segja henni að hún væri með flottan rass. Héraðsdómur sakfelldi hann fyrir það, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Fjallað var nánar um það mál þegar fjallað var um niðurstöðu málsins í héraði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira