Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2025 14:04 Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Egill Aðalsteinsson Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar. Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar.
Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira