Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 09:32 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsns í baráttu við Svisslendingana Violu Calligaris og Smilla Vallotto. Getty/Gabor Baumgarten Það er margt sem mælir með því að konur taki þátt í íþróttastarfi og það er ekki bara heilsutengt. Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub) Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub)
Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira