Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. febrúar 2025 19:16 Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka, segir bankann hafa lokað á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára vegna gríðarlegrar aukningar í kortanotkun á síðunum. Getty/Stöð 2 Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann. Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann.
Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira