Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun