Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Jalen Hurts og liðsfélagar hans í Philadelphia Eagles virðast engan áhuga hafa á að heimsækja Trump í Hvíta húsið. Samsett/Getty Leikmenn Philadelphiu Eagles hafa hafnað boði Donalds Trump í Hvíta húsið eftir að liðið vann Ofurskálina fyrr í mánuðinum. Félagið hafnar því boði forsetans öðru sinni, en ekkert varð af álíka boði í fyrri forsetatíð Trumps. Rík hefð er fyrir því að lið sem fagnar sigri í NFL-deildinni fái boð í Hvíta húsið. Leikmenn Kansas City Chiefs heimsóttu Joe Biden, þáverandi forseta, eftir sigur liðsins í fyrra. Bandarískir miðlar greina frá því að leikmenn Philadelphia Eagles hafi ekki áhuga á að þiggja boð Trumps í ár vegna stefnu Bandaríkjaforseta, sem lang flestir Eagles-menn séu ósammála. Svarið hafi verið „risastórt nei“ frá leikmönnum í samtali um heimsóknina við starfsfólk félagsins. Leikmenn Eagles höfnuðu einnig heimboði Trumps eftir Super Bowl titilinn 2018. „Stór hópur leikmanna Eagles ákvað að mæta ekki, þar á meðal flestir ef ekki allir hörunddökkir leikmenn,“ sagði NFL-sérfræðingurinn Adam Schefter frá árið 2018. Trump ákvað þá að aflýsa boðinu þar sem vandræðalega fáir leikmenn Eagles-liðuð hefðu mætt til Washington D.C. Trump hafði á þeim tíma gagnrýnt fjölmarga svarta leikmenn í NFL-deildinni sem krupu á hné á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Þetta var gert í mótmælaskyni við ofbeldi lögreglufólks í garð svartra og undirokaða stöðu hörunddökks fólks í bandarísku samfélagi almennt. Trump kallaði eftir því að leikmenn sem krupu á hné yrðu reknir á staðnum. Eagles unnu 40-22 sigur á Kansas City Chiefs í úrslitaleik NFL-deildinnar 9. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða fimmta meistaratitil liðsins, og annan titilinn eftir að Ofurskálin varð til. NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira
Rík hefð er fyrir því að lið sem fagnar sigri í NFL-deildinni fái boð í Hvíta húsið. Leikmenn Kansas City Chiefs heimsóttu Joe Biden, þáverandi forseta, eftir sigur liðsins í fyrra. Bandarískir miðlar greina frá því að leikmenn Philadelphia Eagles hafi ekki áhuga á að þiggja boð Trumps í ár vegna stefnu Bandaríkjaforseta, sem lang flestir Eagles-menn séu ósammála. Svarið hafi verið „risastórt nei“ frá leikmönnum í samtali um heimsóknina við starfsfólk félagsins. Leikmenn Eagles höfnuðu einnig heimboði Trumps eftir Super Bowl titilinn 2018. „Stór hópur leikmanna Eagles ákvað að mæta ekki, þar á meðal flestir ef ekki allir hörunddökkir leikmenn,“ sagði NFL-sérfræðingurinn Adam Schefter frá árið 2018. Trump ákvað þá að aflýsa boðinu þar sem vandræðalega fáir leikmenn Eagles-liðuð hefðu mætt til Washington D.C. Trump hafði á þeim tíma gagnrýnt fjölmarga svarta leikmenn í NFL-deildinni sem krupu á hné á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Þetta var gert í mótmælaskyni við ofbeldi lögreglufólks í garð svartra og undirokaða stöðu hörunddökks fólks í bandarísku samfélagi almennt. Trump kallaði eftir því að leikmenn sem krupu á hné yrðu reknir á staðnum. Eagles unnu 40-22 sigur á Kansas City Chiefs í úrslitaleik NFL-deildinnar 9. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða fimmta meistaratitil liðsins, og annan titilinn eftir að Ofurskálin varð til.
NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira