Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 15:22 Mótmælendur við dómshúsið í morgun. Þeir héldu á skiltum þar minnt var á að í þögn felist ofbeldi og spurðu, hver vissi? AP/Thomas Padilla Skurðlæknir á eftirlaunum sem sakaður er um að hafa nauðgað eða misnotað 299 fyrrverandi sjúklinga sem í flestum tilfellum eru börn játar flest brot sín. Málið kom til kasta dómstóla í Frakklandi í dag. AFP greinir frá. Hinn 74 ára gamli Joel Le Scouarnec viðurkennir að hafa framið þá flesta glæpi sem hann er sakaður um, sagði lögfræðingur hans á fyrsta degi réttarhaldanna. Hann afplánar nú þegar dóm frá 2020, þegar hann var fundinn sekur um að hafa misnotað fjögur börn, þar á meðal tvær frænkur hans. Fjölskylda Le Scouarnec er sögð hafa vitað um hegðun hans í mörg ár og þá leikur grunur á um að samstarfsmenn læknisins og stofnanir þar sem hann vann hafi hylmt yfir með honum. Talið er að í flestum tilvikum hafi Le Scouarnec brotið gegn börnunum á meðan þau voru undir svæfingu en skurðlæknirinn sérhæfði sig í aðgerðum á botnlanga. Það voru dagbækur Le Scouarnec sem komu upp um umfang brotanna og mörg barnanna, sem eru fullorðin í dag, höfðu ekki hugmynd um að hann hefði brotið gegn þeim fyrr en lögregla hafði samband. 256 af 299 fórnarlömbum sem hann er sakaður um að hafa nauðgað eða ráðist á voru yngri en 15 ára þegar brotin áttu sér stað. Yngsta fórnarlambið var eins árs en það elsta sjötugt, að því er fram kemur í ákæru. Misnotkunin á að hafa átt sér stað á tugum ólíkra sjúkrahúsa á árunum 1989 til 2014. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi í fjóra mánuði. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Frakkinn Dominique Pélicot var sakfelldur fyrir að hafa boðið tugum karlmanna að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Fimmtíu þeirra voru einnig sakfelldir. Frakkland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Hinn 74 ára gamli Joel Le Scouarnec viðurkennir að hafa framið þá flesta glæpi sem hann er sakaður um, sagði lögfræðingur hans á fyrsta degi réttarhaldanna. Hann afplánar nú þegar dóm frá 2020, þegar hann var fundinn sekur um að hafa misnotað fjögur börn, þar á meðal tvær frænkur hans. Fjölskylda Le Scouarnec er sögð hafa vitað um hegðun hans í mörg ár og þá leikur grunur á um að samstarfsmenn læknisins og stofnanir þar sem hann vann hafi hylmt yfir með honum. Talið er að í flestum tilvikum hafi Le Scouarnec brotið gegn börnunum á meðan þau voru undir svæfingu en skurðlæknirinn sérhæfði sig í aðgerðum á botnlanga. Það voru dagbækur Le Scouarnec sem komu upp um umfang brotanna og mörg barnanna, sem eru fullorðin í dag, höfðu ekki hugmynd um að hann hefði brotið gegn þeim fyrr en lögregla hafði samband. 256 af 299 fórnarlömbum sem hann er sakaður um að hafa nauðgað eða ráðist á voru yngri en 15 ára þegar brotin áttu sér stað. Yngsta fórnarlambið var eins árs en það elsta sjötugt, að því er fram kemur í ákæru. Misnotkunin á að hafa átt sér stað á tugum ólíkra sjúkrahúsa á árunum 1989 til 2014. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi í fjóra mánuði. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Frakkinn Dominique Pélicot var sakfelldur fyrir að hafa boðið tugum karlmanna að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Fimmtíu þeirra voru einnig sakfelldir.
Frakkland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. 11. febrúar 2025 07:43