Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Oddur Ævar Gunnarsson og Jakob Bjarnar skrifa 25. febrúar 2025 15:41 Bubbi Morthens segist hafa unnið mikla sjálfsvinnu undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Bubbi hugvíkkandi efni ásamt Söru Maríu Júlíudóttur, sem er einn helsti skpuleggjandi Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar sem fram fer í Hörpu á fimmtudag og föstudag. Ekki að gera þetta sjö daga í viku Í þættinum lýsir Bubbi reynslu sinni af því að taka hugvíkkandi efni, sem hann tekur fram að hann geri ekki sjö daga í viku. Hann segir reynsluna hafa verið frábæra. „Geggjuð reynsla og hefur hjálpað mér að sitja betur í eigin skinni og takast á við hluti sem hafa fylgt mér í gegnum lífið, áföll. Ég er óvirkur fíkill og líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum sem dæmi. Ég fór að míkródósa og fann mjög snemma mikinn mun,“ segir Bubbi. „Og fannst einhvern veginn bara bæði ADH-ið mitt varð fallegra og ekki eins erfitt og í öðru lagi hjálpaði þetta mér með svefninn og hið daglega líf, en ég er ekki að gera þetta sjö daga í viku. Ég er að taka kannski þrjá daga og hvíli svo í þrjá, fjóra daga. Og svo aftur í þrjá daga og svo hvíli ég kannski, segjum bara í mánuð. Þrír, hvíld, þrír, þá læt ég þetta vera og er ekkert að taka þetta í mánuð eða einn og hálfan.“ Telur ekki að þetta valdi fíkn Bubbi er spurður í þættinum hvort hann geri þetta undir handleiðslu einhvers. Hann segir að það eigi við þegar einstaklingar fari í svokallað ferðalag undir áhrifum efnanna. Það geri hann ekki, en tekur fram að enginn ætti að gera slíkt nema undir handleiðslu sérfræðings. „Þú hefur ekkert gott af því að ætla að fara einn í svona. Þú þarft að mæta sjálfum þér. Þú þarft að athuga að við erum marglaga og í okkur er myrkur, sársauki, allskonar hlutir sem við höfum hugsað og gert og lent í og allt þetta. Þú mætir öllu þessu í ferðalögunum og það getur verið alveg gríðarlega stórkostleg reynsla og hún getur líka verið alveg rosalega erfið á meðan á stendur og þá þarf einhver að vera og halda í höndina á þér.“ Bubbi segist geta talað um líf sitt fyrir og eftir að hann hóf að míkródósa, sumsé að taka efnin í smá skömmtum, svo mikil áhrif hafi þetta á hans líðan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi efni valdi fíkn og segist ekki hafa verið stressaður að prófa. Sumir halda það að maður sé að leika sér að eldinum? „Já, eðlilega, það eru þeir sem vita ekki. Þú leikur þér meira að eldinum með því að taka svefnlyf, þrávirk efni, bara sem dæmi. Fyrir venjulegt fólk sem er þarna úti og eru ekki óvirkir fíklar og allt þetta, sveppir bara vaxa í náttúrunni og vaxa á Höfðatúninu, úti um allt. Eðli sveppa er að heila, er að lækna í nátturunni, það er hlutverk sveppa í náttúrunni. Þeir eru að laga það sem miður fer.“ Bubbi segist telja að enginn þurfi að óttast að mæta sjálfum sér sé hann nógu hugaður. Hann hvetur fólk til þess að undirbúa sig og jafnvel byrja á því að fara í mikla sjálfsvinnu sé eitthvað að trufla. Kvíði sé ekki eitthvað sem fáist úti í Bónus. Hann fylgi frá fæðingu, eða frá áfalli. Hann segir undravert að fylgjast með áhrifunum sem efnin geti haft á þá sem eru þunglyndir.„Hinsvegar er alveg sama hvað það er, hvort það er matur eða sveppir eða hugvíkkandi efni, áfengi, tóbak, allt er óhollt í óhófi.“ Skipti máli að vinna í sér Hann segir miklu máli skipti að fólk hafi unnið í sjálfu sér. Það séu til fleiri leiðir til að láta sér líða vel, meðal annars líkamsrækt. „Sem er bara frábær leið til að setja kerfið allt í gang og líða vel og allt það. Síðan er það þetta, að míkródósa, það gerir það enginn, vegna þess að vá maður mig langar svo í breytt hugarástand. Sá sem hugsar svona, mig langar í breytt hugarástand, hann er bara ekki á réttum stað.“ Bubbi segir forvitnina hafa rekið hann áfram í að prófa. Hann hafi lesið sér til og verið í mikilli sjálfsvinnu. Hann segir sálfræðinginn sinn hafa byrjað í ferðalaginu með honum í sjálfsvinnunni, þeir hafi farið saman í gegnum áföll hans og bresti. „Svo þegar ég fór að míkródósa þá einmitt þetta, ég varð ekki var við neitt fyrr en ég varð við þetta, það er málið. Það tók mig svona mánuð að finna mun. Ég man bara þegar ég prufaði þetta fyrst að einu viðbrögðin mín voru, að eftir svona tvo klukkutíma þá varð ég alveg ofboðslega syfjaður. Það var bara eins og það hefði verið skrúfað úr og ég man að ég bara varð að fara upp í rúm og ég varð eins og blý, ég varð svo þreyttur. Þá fattaði ég að það var allt í einu einhver sem hafði tekið teyjuna og sagt, heyrðu hún er alveg að slitna hjá þér.“ Hugvíkkandi efni Bítið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Bubbi hugvíkkandi efni ásamt Söru Maríu Júlíudóttur, sem er einn helsti skpuleggjandi Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar sem fram fer í Hörpu á fimmtudag og föstudag. Ekki að gera þetta sjö daga í viku Í þættinum lýsir Bubbi reynslu sinni af því að taka hugvíkkandi efni, sem hann tekur fram að hann geri ekki sjö daga í viku. Hann segir reynsluna hafa verið frábæra. „Geggjuð reynsla og hefur hjálpað mér að sitja betur í eigin skinni og takast á við hluti sem hafa fylgt mér í gegnum lífið, áföll. Ég er óvirkur fíkill og líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum sem dæmi. Ég fór að míkródósa og fann mjög snemma mikinn mun,“ segir Bubbi. „Og fannst einhvern veginn bara bæði ADH-ið mitt varð fallegra og ekki eins erfitt og í öðru lagi hjálpaði þetta mér með svefninn og hið daglega líf, en ég er ekki að gera þetta sjö daga í viku. Ég er að taka kannski þrjá daga og hvíli svo í þrjá, fjóra daga. Og svo aftur í þrjá daga og svo hvíli ég kannski, segjum bara í mánuð. Þrír, hvíld, þrír, þá læt ég þetta vera og er ekkert að taka þetta í mánuð eða einn og hálfan.“ Telur ekki að þetta valdi fíkn Bubbi er spurður í þættinum hvort hann geri þetta undir handleiðslu einhvers. Hann segir að það eigi við þegar einstaklingar fari í svokallað ferðalag undir áhrifum efnanna. Það geri hann ekki, en tekur fram að enginn ætti að gera slíkt nema undir handleiðslu sérfræðings. „Þú hefur ekkert gott af því að ætla að fara einn í svona. Þú þarft að mæta sjálfum þér. Þú þarft að athuga að við erum marglaga og í okkur er myrkur, sársauki, allskonar hlutir sem við höfum hugsað og gert og lent í og allt þetta. Þú mætir öllu þessu í ferðalögunum og það getur verið alveg gríðarlega stórkostleg reynsla og hún getur líka verið alveg rosalega erfið á meðan á stendur og þá þarf einhver að vera og halda í höndina á þér.“ Bubbi segist geta talað um líf sitt fyrir og eftir að hann hóf að míkródósa, sumsé að taka efnin í smá skömmtum, svo mikil áhrif hafi þetta á hans líðan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi efni valdi fíkn og segist ekki hafa verið stressaður að prófa. Sumir halda það að maður sé að leika sér að eldinum? „Já, eðlilega, það eru þeir sem vita ekki. Þú leikur þér meira að eldinum með því að taka svefnlyf, þrávirk efni, bara sem dæmi. Fyrir venjulegt fólk sem er þarna úti og eru ekki óvirkir fíklar og allt þetta, sveppir bara vaxa í náttúrunni og vaxa á Höfðatúninu, úti um allt. Eðli sveppa er að heila, er að lækna í nátturunni, það er hlutverk sveppa í náttúrunni. Þeir eru að laga það sem miður fer.“ Bubbi segist telja að enginn þurfi að óttast að mæta sjálfum sér sé hann nógu hugaður. Hann hvetur fólk til þess að undirbúa sig og jafnvel byrja á því að fara í mikla sjálfsvinnu sé eitthvað að trufla. Kvíði sé ekki eitthvað sem fáist úti í Bónus. Hann fylgi frá fæðingu, eða frá áfalli. Hann segir undravert að fylgjast með áhrifunum sem efnin geti haft á þá sem eru þunglyndir.„Hinsvegar er alveg sama hvað það er, hvort það er matur eða sveppir eða hugvíkkandi efni, áfengi, tóbak, allt er óhollt í óhófi.“ Skipti máli að vinna í sér Hann segir miklu máli skipti að fólk hafi unnið í sjálfu sér. Það séu til fleiri leiðir til að láta sér líða vel, meðal annars líkamsrækt. „Sem er bara frábær leið til að setja kerfið allt í gang og líða vel og allt það. Síðan er það þetta, að míkródósa, það gerir það enginn, vegna þess að vá maður mig langar svo í breytt hugarástand. Sá sem hugsar svona, mig langar í breytt hugarástand, hann er bara ekki á réttum stað.“ Bubbi segir forvitnina hafa rekið hann áfram í að prófa. Hann hafi lesið sér til og verið í mikilli sjálfsvinnu. Hann segir sálfræðinginn sinn hafa byrjað í ferðalaginu með honum í sjálfsvinnunni, þeir hafi farið saman í gegnum áföll hans og bresti. „Svo þegar ég fór að míkródósa þá einmitt þetta, ég varð ekki var við neitt fyrr en ég varð við þetta, það er málið. Það tók mig svona mánuð að finna mun. Ég man bara þegar ég prufaði þetta fyrst að einu viðbrögðin mín voru, að eftir svona tvo klukkutíma þá varð ég alveg ofboðslega syfjaður. Það var bara eins og það hefði verið skrúfað úr og ég man að ég bara varð að fara upp í rúm og ég varð eins og blý, ég varð svo þreyttur. Þá fattaði ég að það var allt í einu einhver sem hafði tekið teyjuna og sagt, heyrðu hún er alveg að slitna hjá þér.“
Hugvíkkandi efni Bítið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning