Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2025 16:04 Agnes Ósk segir tjáningarfrelsi lögreglumanna einnig til umfjöllunar í máli sem tekið er fyrir í héraðsdómi um mótmæli við Skuggasund í maí í fyrra. Samsett Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. Agnes Ósk Marzellíusardóttir varaformaður segist ekki sjálf hafa séð upptökurnar, aðeins lesið um ummælin í fjölmiðlum, og eigi því erfitt með að tjá sig um þau. Samhengið liggi ekki fyrir. Snarklikkuð og dýr Fjallað var um ummælin á Vísi í morgun en á föstudag fór fram aðalmeðferð í máli nímenninga sem stefnt hafa íslenska ríkinu vegna valdbeitingar lögreglu á mótmælunum sem þau telja úr hófi. Meðal málsgagna voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna þar sem einn mótmælandi er kallaður dýr og annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir fengið smá lexíu þegar lögregla beitti þá piparúða. Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Í málinu er fjallað um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað má og hvað má ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Agnes bendir á að Nefnd um eftirlit með lögreglu hafi tekið málið fyrir og ekki vikið að þessum ummælum lögreglumannanna í sinni ákvörðun þó svo að nefndin hafi haft upptökur úr búkmyndavélum til skoðunar. „Þetta er í grunninn sama umræða og var tekin í tengslum við Ásmundarsalarmálið,“ segir Agnes en ákvörðun nefndarinnar í því máli var að samtöl lögreglumanna á vettvangi voru ámælisverð. Ummælin sneru að viðveru ráðherra í samkvæmi þar sem fjöldatakmarkanir voru við lýði. Sjá einnig: Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum „Við erum hér að tala um réttinn til að mótmæla og tjáningarfrelsið og við höfum séð það áður að við höfum fjallað um þetta áður í tengslum við tjáningarfrelsi lögreglumanna og friðhelgi einkalífs þeirra. Það verður áhugavert að sjá hver afstaða dómara er varðandi það hvar réttur lögreglumanna er til að tjá sig liggur og þá sérstaklega þegar um er að ræða einkasamtöl eins og í þessu tilviki.“ Hún segist þó ekki geta tjáð sig um einstaka ummæli lögreglumanna. „Ég er ekki í stöðu til þess að meta einstaka ummæli en ég get tjáð mig um það hvar þessi mörk liggja. Við vitum það ekki en það verður gott fyrir okkur líka að sjá hvað dómari segir um þetta mál. Þarna er fjallað um tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla en þarna verður líka fjallað um tjáningarfrelsi lögreglumanna og það verður gott fyrir okkur að fá leiðbeiningar um þetta. Þessi ummæli sem er fjallað um eru viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustigið er gríðarlega hátt. Aðstæðurnar hafa verið raktar fyrir dómi af þeim einstaklingum sem eru hæfastir til að gera það þannig það er litlu frá okkur við að bæta.“ Agnes segir leiðinlegt að svona aðstæður þurfi til en það verði gott fyrir þau að fá leiðbeiningar. „Þetta snýst um réttindi okkar líka. Í þessu verkefni voru okkar þjálfuðustu menn í svona aðstæðum. Ég treysti þeim til að vinna verkefnið vel og hef ekki trú á því að það liggi eitthvað dýpra að baki en að vinna vinnuna sína.“ Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Palestína Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Agnes Ósk Marzellíusardóttir varaformaður segist ekki sjálf hafa séð upptökurnar, aðeins lesið um ummælin í fjölmiðlum, og eigi því erfitt með að tjá sig um þau. Samhengið liggi ekki fyrir. Snarklikkuð og dýr Fjallað var um ummælin á Vísi í morgun en á föstudag fór fram aðalmeðferð í máli nímenninga sem stefnt hafa íslenska ríkinu vegna valdbeitingar lögreglu á mótmælunum sem þau telja úr hófi. Meðal málsgagna voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna þar sem einn mótmælandi er kallaður dýr og annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir fengið smá lexíu þegar lögregla beitti þá piparúða. Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Í málinu er fjallað um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað má og hvað má ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Agnes bendir á að Nefnd um eftirlit með lögreglu hafi tekið málið fyrir og ekki vikið að þessum ummælum lögreglumannanna í sinni ákvörðun þó svo að nefndin hafi haft upptökur úr búkmyndavélum til skoðunar. „Þetta er í grunninn sama umræða og var tekin í tengslum við Ásmundarsalarmálið,“ segir Agnes en ákvörðun nefndarinnar í því máli var að samtöl lögreglumanna á vettvangi voru ámælisverð. Ummælin sneru að viðveru ráðherra í samkvæmi þar sem fjöldatakmarkanir voru við lýði. Sjá einnig: Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum „Við erum hér að tala um réttinn til að mótmæla og tjáningarfrelsið og við höfum séð það áður að við höfum fjallað um þetta áður í tengslum við tjáningarfrelsi lögreglumanna og friðhelgi einkalífs þeirra. Það verður áhugavert að sjá hver afstaða dómara er varðandi það hvar réttur lögreglumanna er til að tjá sig liggur og þá sérstaklega þegar um er að ræða einkasamtöl eins og í þessu tilviki.“ Hún segist þó ekki geta tjáð sig um einstaka ummæli lögreglumanna. „Ég er ekki í stöðu til þess að meta einstaka ummæli en ég get tjáð mig um það hvar þessi mörk liggja. Við vitum það ekki en það verður gott fyrir okkur líka að sjá hvað dómari segir um þetta mál. Þarna er fjallað um tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla en þarna verður líka fjallað um tjáningarfrelsi lögreglumanna og það verður gott fyrir okkur að fá leiðbeiningar um þetta. Þessi ummæli sem er fjallað um eru viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustigið er gríðarlega hátt. Aðstæðurnar hafa verið raktar fyrir dómi af þeim einstaklingum sem eru hæfastir til að gera það þannig það er litlu frá okkur við að bæta.“ Agnes segir leiðinlegt að svona aðstæður þurfi til en það verði gott fyrir þau að fá leiðbeiningar. „Þetta snýst um réttindi okkar líka. Í þessu verkefni voru okkar þjálfuðustu menn í svona aðstæðum. Ég treysti þeim til að vinna verkefnið vel og hef ekki trú á því að það liggi eitthvað dýpra að baki en að vinna vinnuna sína.“
Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Palestína Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira