Innherji

Arð­greiðslur frá stórum ríkis­félögum um tíu milljörðum yfir á­ætlun fjár­laga

Hörður Ægisson skrifar
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, en eignarhlutur ríkissjóðs í stærstu fyrirtækjunum mun skila sér í nokkuð meiri arðgreiðslum en var talið þegar fjárlög fyrir árið 2025 voru samþykkt á Alþingi í nóvember.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, en eignarhlutur ríkissjóðs í stærstu fyrirtækjunum mun skila sér í nokkuð meiri arðgreiðslum en var talið þegar fjárlög fyrir árið 2025 voru samþykkt á Alþingi í nóvember. Vísir/Vilhelm

Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023.


Tengdar fréttir

Sérís­lenskar kvaðir á banka­kerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmis­mörk“

Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×