Innlent

Skjálfta­virkni fer vaxandi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Eldgos við Sundhnúksgígaröðina.
Eldgos við Sundhnúksgígaröðina. Vísir/Vilhelm

Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum.

Goshléið nú er það lengsta frá því að goshrinan við gígaröðina hófst í desember 2023 og hefur varað í 79 daga.

Kvikumagnið sem hefur safnast undir Svartsengi er nú orðið meira en það var fyrir síðasta gos sem hófst í lok nóvember.

Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi á næstu dögum eða vikum og lögreglustjórinn á Suðurnesjum bendir á að fólk sé á eigin ábyrgð innan hættusvæðis í Grindavík og við Svartsengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×