Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 20:01 Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. Vísir/Vilhelm Fólki var sýnilega létt á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar deiluaðilar náðu loksins saman um kjarasamning eftir langa og stranga baráttu. Á þessu fimm mánaða tímabili hafa verkföll skollið á í skólum sem komu til kasta Félagsdóms, kennarar hafa mótmælt seinagangi og virðingarleysi og sumir tóku af skarið og hreinlega sögðu upp. Rjúkandi vöfflur sem móttökustjóri Ríkissáttasemjara hristi fram úr erminni voru þeim mun ljúffengari eftir allt erfiðið. Efnislega eru samningarnir keimlíkir þeim sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði á föstudag en mestu munaði um tvær meginbreytingar, annars vegar tillaga um að setja á fót forsendunefnd sem falið væri að skera úr um deilumál á samningstímabili og hins vegar frestun gildistíma uppsagnarákvæðis um einn mánuð. Í fyrsta lagi verður hægt að segja samningnum upp 1. mars 2027. Forsendunefndin breytti öllu „Við komum með nýja tillögu inn í þetta forsenduákvæði um forsendunefnd sem hjálpar okkur að greiða úr deilum ef þær koma upp og minnkar líkur verulega á því að samningum verði sagt upp. Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka og það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkalýðsforkólfar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa í dag lýst undrun sinni yfir þeim hækkunum sem kennarar náðu í gegn í ljósi þess að í mars í fyrra sömdu Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn undir stöðugleika- og velferðarsamninga sem einkenndust af vægum launahækkunum en ríkulegri aðkomu ríkisins til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. Inga kveðst ekki hafa áhyggjur af því að kennarasamningurinn muni valda óróa. „Það sem við erum að gera þarna er að setja kennara á réttan stað og leiðrétta laun þeirra miðað við aðra starfsmenn okkar,“ segir Inga Rún. Heljarinnar vinna fram undan Formaður kennarasambandsins lítur á áfangann sem upphafspunkt. „Nú er bara heljarinnar vinna fram undan og nú förum við í það að undirbúa kynningar fyrir okkar fólk og kynnum samninginn og munum greiða atkvæði um hann núna, í fyrsta skipti KÍ allir í einu, sem er áfangi sem ég er stoltur af, ég er ótrúlega stoltur af mínu fólki. Að við erum núna í fyrsta skipti með allar skólagerðir, kennarar, ráðgjafar, stjórnendur í sama samningnum.“ 20-25% launahækkanir til kennara Kjarasamningur Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög tryggir um það bil tólf þúsund manns launahækkanir upp á 20-25% á fjögurra ára tímabili. Kjarasamningurinn felur í sér innborgun á vegferð sem nefnist virðismat starfa sem nemur 8,0 prósenta hækkun frá sveitarfélögum og 3,5% hjá ríki og tekur gildi 1.febrúar 2025 verði samningurinn samþykktur. Launahækkanir á tímabilinu eru mismunandi eftir hverju aðildarfélagi Kennarasambandi fyrir sig en almennt eru þær á bilinu 20-25% yfir samningstímann. Fréttastofu er á þessari stundu ekki kunnugt um heildarkostnaðarmat samningsins. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á næstu dögum og lýkur á þriðjudag. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. 26. febrúar 2025 06:46 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Efnislega eru samningarnir keimlíkir þeim sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði á föstudag en mestu munaði um tvær meginbreytingar, annars vegar tillaga um að setja á fót forsendunefnd sem falið væri að skera úr um deilumál á samningstímabili og hins vegar frestun gildistíma uppsagnarákvæðis um einn mánuð. Í fyrsta lagi verður hægt að segja samningnum upp 1. mars 2027. Forsendunefndin breytti öllu „Við komum með nýja tillögu inn í þetta forsenduákvæði um forsendunefnd sem hjálpar okkur að greiða úr deilum ef þær koma upp og minnkar líkur verulega á því að samningum verði sagt upp. Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka og það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkalýðsforkólfar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa í dag lýst undrun sinni yfir þeim hækkunum sem kennarar náðu í gegn í ljósi þess að í mars í fyrra sömdu Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn undir stöðugleika- og velferðarsamninga sem einkenndust af vægum launahækkunum en ríkulegri aðkomu ríkisins til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. Inga kveðst ekki hafa áhyggjur af því að kennarasamningurinn muni valda óróa. „Það sem við erum að gera þarna er að setja kennara á réttan stað og leiðrétta laun þeirra miðað við aðra starfsmenn okkar,“ segir Inga Rún. Heljarinnar vinna fram undan Formaður kennarasambandsins lítur á áfangann sem upphafspunkt. „Nú er bara heljarinnar vinna fram undan og nú förum við í það að undirbúa kynningar fyrir okkar fólk og kynnum samninginn og munum greiða atkvæði um hann núna, í fyrsta skipti KÍ allir í einu, sem er áfangi sem ég er stoltur af, ég er ótrúlega stoltur af mínu fólki. Að við erum núna í fyrsta skipti með allar skólagerðir, kennarar, ráðgjafar, stjórnendur í sama samningnum.“ 20-25% launahækkanir til kennara Kjarasamningur Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög tryggir um það bil tólf þúsund manns launahækkanir upp á 20-25% á fjögurra ára tímabili. Kjarasamningurinn felur í sér innborgun á vegferð sem nefnist virðismat starfa sem nemur 8,0 prósenta hækkun frá sveitarfélögum og 3,5% hjá ríki og tekur gildi 1.febrúar 2025 verði samningurinn samþykktur. Launahækkanir á tímabilinu eru mismunandi eftir hverju aðildarfélagi Kennarasambandi fyrir sig en almennt eru þær á bilinu 20-25% yfir samningstímann. Fréttastofu er á þessari stundu ekki kunnugt um heildarkostnaðarmat samningsins. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á næstu dögum og lýkur á þriðjudag.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. 26. febrúar 2025 06:46 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41
„Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. 26. febrúar 2025 06:46
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07