Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem vottar aðstandendum samúð sína. Kristján var 43 ára gamall og ók steypubíl þegar slysið varð.
Rannsókn slyssins er sögð vel á veg komin.
Vinir og vandamenn Kristjáns hafa efnt til söfnunar fyrir fjölskyldu Kristjáns til að létta undir með henni á þessum erfiðu tímum. Eigandi reikningsins er Selma Hrönn Vilhjálmsdóttir eiginkona og barnsmóðir Kristjáns.
Reikningsnúmerið er 0325-26-012499 og kennitala: 130987-2499.