Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2025 13:50 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sé meðal annars lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti Héraðssaksóknara sem muni hafa leiðandi hlutverki að gegna á landsvísu við endurheimt ávinnings, til dæmis með aðstoð við lögregluembætti og með umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum. Hægt verði að leggja hald á ólögmætan ávinning látins manns Þá séu einnig lagðar til breytingar sem fela meðal annars í sér eftirfarandi: Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Núverandi fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni af hálfu FATF, breytingin sé einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett. Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til. Ef ekki vitað hver hefur gerst brotlegur, hver er eigandi eða handhafi eigna eða réttinda eða viðkomandi er látinn eða hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi megi beita upptöku ávinnings án þess að nokkur sé ákærður með úrskurði. Stefnan að takast á við skipulagða glæpastarfsemi „Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Með frumvarpinu aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða. Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Í frumvarpinu felist breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og frumvarpið sé liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða má af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu sé regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sé meðal annars lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti Héraðssaksóknara sem muni hafa leiðandi hlutverki að gegna á landsvísu við endurheimt ávinnings, til dæmis með aðstoð við lögregluembætti og með umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum. Hægt verði að leggja hald á ólögmætan ávinning látins manns Þá séu einnig lagðar til breytingar sem fela meðal annars í sér eftirfarandi: Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Núverandi fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni af hálfu FATF, breytingin sé einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett. Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til. Ef ekki vitað hver hefur gerst brotlegur, hver er eigandi eða handhafi eigna eða réttinda eða viðkomandi er látinn eða hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi megi beita upptöku ávinnings án þess að nokkur sé ákærður með úrskurði. Stefnan að takast á við skipulagða glæpastarfsemi „Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Með frumvarpinu aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða. Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Í frumvarpinu felist breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og frumvarpið sé liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða má af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu sé regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira