Mörkin létu bíða eftir sér í kvöld en staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks á Villa Park í Birmingham. Eftir að hafa sótt og sótt tókst heimamönnum loks að brjóta ísinn á 68. mínútu þegar lánsmennirnir Marcus Rashford og Marco Asensio sýndu hvað í þeim bjó.
Youri Tielemans lyfti boltanum yfir vörn gestanna, Rashford lagði boltann í fyrsta fyrir fætur Asensio sem skoraði með góðu skoti.
Rashford ➡️ Asensio@AVFCOfficial's loanees combine to break the deadlock 🔓#EmiratesFACup pic.twitter.com/k3UQbYUxPN
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 28, 2025
Asensio tvöfaldaði svo forystu Villa þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Þá var það Ollie Watkins sem lagði boltann fyrir Asensio sem slúttaði vel.
Asensio at the double ✌️
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 28, 2025
A cool finish from Marco Asensio for @AVFCOfficial 👌#EmiratesFACup pic.twitter.com/dhpHqhVILX
Staðan orðin 2-0 og það reyndust lokatölur. Aston Villa því fyrst allra til að bóka farseðilinn í sjöttu umferð bikarkeppninnar en um helgina kemur í ljós hvaða lið fylgja lærisveinum Unai Emery þangað.