Vonast til að geta átt gott samband við Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 18:08 Selenskí segir stuðning Bandaríkjanna afgerandi í stríðinu við Rússland. AP/Jose Luis Magana Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent