Innlent

„Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa
Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Skjáskot

Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Við tekur samstarf hans og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, nýkjörins formanns flokksins.

Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist Einarsdóttir var einnig í framboði til embættis varaformanns en hún hlaut 758 atkvæði sem samsvara 43,4 prósentum.

„Kæru vinir. Þegar maður fer í fyrsta skipti í framboð í svona embætti þá eru ákveðnir hlutir sem gleymast og það er til dæmis hvað maður skyldi segja ef að þessu skyldi koma,“ segir Jens Garðar þegar hann ávarpaði salinn.

„En eitt vil ég segja, ég vil þakka Diljá Mist fyrir drengilega og skemmtileg kosningabaráttu.“

Þá óskaði hann einnig Guðrúnu til hamingju með formannskjörið en beið með að óska Vilhjálmi Árnasyni til hamingju með ritarakjörið. 

„Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum, vera eins og stormurinn, djarfur og glaður,“ segir Jens. 

Tómas Arnar Þorláksson náði tali af Jens Garðari sem segir tilfinninguna ólýsanlega

„Ég segi bara til þeirra hérna á fundinum að ég er ótrúlega þakklátur.“

Fyrsta verkefni hans verði að starfa náið með nýkjörnum formanni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans en þar á eftir ætli hann að fara heim til Eskifjarðar og hitta þar fjölskyldu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×