Körfubolti

Grinda­vík lagði Aþenu í botns­lagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Isabella Ósk átt flottan leik.
Isabella Ósk átt flottan leik. Vísir/diego

Grindavík og Aþena mættust í botnslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 85-71.

Heimakonur voru skrefi á undan í fyrri hálfleik en munurinn þó aðeins fjögur stig, staðan þá 39-35. Grindvíkingar mættu sterkari út eftir hléið og lögðu grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Á endanum unnu gular með 14 stiga mun, lokatölur 85-71.

Daisha Bradford var stigahæst í liði Grindavíkur með 27 stig. Hún tók einnig 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir kom þar á eftir með 18 stig ásamt því að taka 10 fráköst.

Violet Morrow var stigahæst hjá Aþenu með 17 stig. Dzana Crnac kom þar á eftir með 12 stig.

Stöðuna í neðri hluta Bónus deildar kvenna má sjá á vef KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×