Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar 3. mars 2025 07:45 Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun