Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 3. mars 2025 12:32 Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Norðurslóðir Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun